By: Stefán On: June 23, 2010 In: Branding Comments: 0

Húmor, eða fyndni, í auglýsingum er algeng leið og hafa rannsóknir sýnt fram á að húmor sé notaður í um 30% alls auglýsingaefnis. ( Journal of Advertising, 26, no.3. fall 1997).

Hvort að slík auglýsing sé árangursrík byggir á þremur þáttum, húmor fær áhorfendur til að 1. – fylgjast með, 2.- hlæja að, og 3. og það mikilvægasta að muna. Þess vegna er húmor í auglýsingum fín leið til að byggja upp vitund fyrir vörumerki, og að viðhalda því í top-of-mind neytenda.

Íslensku vörumerkin á símamarkaði,Nova, Vodafone, Síminn, og Ring eru öll þessa dagana að keyra auglýsingar þar sem áherslan er fyrst og fremst á fyndni auglýsinganna. Í tilviki Ring er einn heitasti grínisti landsins fengin til að “ná til unga fólksins”, Vodafone er með sennilega einn fyndnasta mann landsins og sitt “andlit” Pétur Jóhann, Síminn er enn að keyra á sínum karakterum sem reyndar fer að vekja spurning um hversu margar útgáfur voru eiginlega framleiddar, og Nova er einnig að reyna að ná til markhópsins með fyndni, en umdeilt er reyndar hversu vel tekst til í nýjustu herferðinni.

Nýjasti aðilinn á markaðnum, Alterna keyrði reyndar af stað með látum og var þeirra leið öðruvísi, tíminn verður hinsvegar auðvitað að leiða í ljós hvort að þeir nái fótfestu með þeirri staðfærslu.
Hættan við að láta fyndni vera svo ráðandi í sínu markaðsefni er sú að oft er húmorinn svo ráðandi, að áhorfandinn gleymir í raun hvaða vörumerki er verið að auglýsa, eða nær einfaldlega ekki skilaboðunum. Sérstaklega er þetta hættan þar sem eitt af markaðslegu markmiðum fyrirtækjanna ætti jú að vera að aðgreina sig á markaðnum. Þeirri aðgreiningu er ekki náð með endalausri brandarakeppni. Þó hjálpar það auðvitað til ef að húmorinn í auglýsingunni beinist að notagildi vörunnar eða sérstöðu vörumerkisins. Kannski mun næsta auglýsing snúast um hversu fyndnir símareikningar eru eftir ferðalög erlendis?

Hér má svo sjá brot af þessum “fyndnu” auglýsingum.

Trackback URL: http://www.vert.is/branding/er-humor-eina-lei%c3%b0in-i-bo%c3%b0mi%c3%b0lun-simafyrirt%c3%a6kja/trackback/

Leave reply:

Your email address will not be published. Required fields are marked *